Hljómsveit Friðriks Jónssonar (1962)

Hljómsveit Friðriks Jónssonar lék fyrir dansi á héraðsmóti sem haldið var í Ásbyrgi síðsumars 1962. Ekki er ólíklegt að hér sé um að ræða Friðrik Jónsson á Halldórsstöðum í Reykjadal og að með honum hafi verið synir hans, Sigurður og Páll en þeir léku mikið á dansleikjum í sýslunni á sjöunda áratugnum undir nafninu Halldórsstaðatríóið.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.