
Hljómsveit Gunnars Bernburg
Hljómsveit Gunnars Bernburgs starfaði haustið 1967 og var þá húshljómsveit í Leikhúskjallaranum um nokkurra vikna skeið frá því í september og líklega fram í nóvember.
Sveitin var skipuð tónlistarmönnum sem þá höfðu vakið nokkra athygli með öðrum hljómsveitum en meðlimir hennar voru þeir Gunnar Bernburg bassa- og orgelleikari, Þórir Baldursson söngvari, Eggert Kristinsson trommuleikari og Baldur Arngrímsson gítarleikari, sem jafnframt söng eitthvað með Þóri.














































