Hljómsveit Jóns Gíslasonar (2012)

Hljómsveit Jóns Gíslasonar starfaði um skeið innan Félags harmonikuunnenda í Skagafirði.

Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði en sumarið 2012 voru meðlimir hennar Jón Gíslason hljómsveitarstjóri og harmonikkuleikari, Guðmundur Ragnarsson bassaleikari, Stefán Gíslason harmonikku- og píanóleikari og Kristján Þór Hansen trommuleikari.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.