Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Jóns Hilmarssonar en sveitin lék á hinu svokallaða Hofstaðaballi sem var hluti af Vopnaskakshátíðinni á Vopnafirði sumarið 2019.
Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar aðrar en að hún var kennd við Jón Hilmarsson en gestasöngvararnir Einar Ágúst Víðisson og Hreimur Örn Heimisson komu fram með henni á fyrrgreindu Hofstaðaballi.














































