Hljómsveit Kristjáns Gunnarssonar (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði að líkindum á sjöunda áratug síðustu aldar undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Gunnarssonar.

Ekki liggur fyrir hver hljómsveitarstjórinn Kristján Gunnarsson var en óskað er upplýsinga um hann sem og um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar, einnig hvenær þessi sveit starfaði og hversu lengi.