Hljómsveit Péturs Jónssonar (1951)

Hljómsveit Péturs Jónssonar mun hafa starfað á Akranesi en sveitin kom til Reykjavíkur og lék á djasstónleikum ásamt fleiri sveitum sumarið 1951. Meðlimir sveitarinnar voru þar Pétur Jónsson hljómsveitarstjóri og tenór saxófónleikari, Ásgeir Sigurðsson klarinettu- og saxófónleikari, Jón Sveinsson trompetleikari, Haraldur Jósefsson trommuleikari og Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, auk þess léku þeir Karl Lilliendahl gítarleikari og Hallur Símonarson bassaleikari með sveitinni á fyrrgreindum djasstónleikum.

Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit.