Hljómsveit Reynis Jónassonar (1964-2002)

Harmonikkuleikarinn Reynir Jónasson starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni og af ýmsu tagi á sínum tíma en sú sveit sem starfaði lengst var starfrækt yfir einn vetur.

Reynir sem upphaflega kom reyndar úr Suður-Þingeyjarsýslu, hafði flust norður til Húsavíkur árið 1963 þar sem hann gegndi m.a. starfi organista og kórstjóra við Húsavíkurkirkju en hann starfrækti þá einnig hljómsveitir – ein slík lék sumarið 1964 í Súlnasal Hótel Sögu í afleysingum en ekki er ljóst hvort með honum voru félagar að norðan eða hvort hún var mönnuð af félögum hans sunnan heiða. Sveit sem starfaði í hans nafni árið 1970 var þó án nokkurs vafa starfandi á Húsavík en hún þar við sögu eitthvað á dansleikjum – engar upplýsingar er heldur að finna um meðspilara hans í þeirri sveit.

Reynir fluttist aftur suður til Reykjavíkur árið 1971 og starfrækti hljómsveit sem lék sem húshljómsveit í Templarahöllinni veturinn 1973-74 en með honum var m.a. söngkonan Linda Walker, ekki finnast neinar upplýsingar um aðra meðlimir þeirrar sveitar.

Árið 1991 var Reynir með hljómsveit sem lék tangótónlist á Hótel Borg og svo aftur upp úr aldamótum á tangóhátíðum 2001 og 2002, en upplýsingar vantar enn um meðlimi og hljóðfæraskipan þeirra sveita.