Hljómsveit Stefáns Pedersen (1958-59)

Stefán Pedersen harmonikkuleikari, sem reyndar var þekktari sem ljósmyndari á Sauðárkróki starfrækti veturinn 1958-59 hljómsveit í eigin nafni en líklega starfaði sú sveit eitthvað lengur.

Hljómsveit Stefáns Pedersen lék m.a. á dansleik snemma árs 1959 en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hvorki meðlima- né hljóðfæraskipan hennar, og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.