Hljómsveit Sveins Ingasonar (1968)

Hljómsveit Sveins Ingasonar á Sauðárkróki starfaði í nokkra mánuði að minnsta kosti, árið 1968 en Sveinn var þá um tvítugt.

Sjálfur lék Sveinn Ingason á gítar í sveitinni (gæti einnig hafa leikið á trompet) en aðrir meðlimir sveitar hans voru Bjarni Jónsson [?], Kristján Þór Hansen trommuleikari, Valgeir Steinn Kárason [?] og gamli reynsluboltinn Haukur Þorsteinsson [?]. Frekari upplýsingar óskast um hljóðfæraskipan sveitarinnar.

Hljómsveit Sveins lék á nokkrum dansleikjum um vorið og sumarið 1968 á Króknum og Hvammstanga, og hugsanlega á fleiri stöðum.