Útvarpsstöðin Frostrásin á Akureyri í samstarfi við Flugfélag Íslands héldu utan um hljómsveitakeppni sem haldin var á Ráðhústorginu á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1999 en fyrstu verðlaun voru í formi flugmiða til Reykjavíkur með flugfélaginu fyrir sigurhljómsveitina.
Engar sögur fara af því hvaða hljómsveit hreppti hnossið né heldur hversu margar eða hvaða sveitir kepptu, og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.














































