Hljómsveitakeppni Kompanísins [tónlistarviðburður] (1999-2001)

Kompaníið

Hljómsveitakeppnir voru haldnar í tvígang að minnsta kosti í félagsmiðstöðinni Kompaníinu á Akureyri í kringum aldamótin, sú félagsmiðstöð hafði þá verið starfandi áður um árabil undir nafninu Dynheimar en hafði hlotið sitt nýja nafn árið 1998.

Fyrri Hljómsveitakeppni Kompanísins var haldið vorið 1999 en þá voru að minnsta kosti sjö hljómsveitir skráðar til leiks, engar heimildir er hins vegar að finna um sigurvegara keppninnar né nöfn þátttökusveitanna. Önnur slík keppni var haldin tveimur árum síðar (2001) en þá voru fimm sveitir sem kepptu, það voru hljómsveitirnar Do what thy wilt shall be the whole of the law, Fay slash bunny, Korridor zion‘s, Moðreykur og Prozac en rétt eins og í fyrra skiptið finnast engar upplýsingar um sigurvegara hennar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljómsveitakeppnir Kompanísins, og þá einnig um hvort fleiri slíkar keppnir voru haldnar í húsinu.