Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) stóð tvívegis fyrir útihátíðum að Eiðum um verslunarmannahelgarnar 1992 og 93 en fyrirmyndirnar að þeim hátíðum voru sams konar hátíðir sem haldnar höfðu verið í Atlavík af sömu aðilum á níunda áratugnum við miklar vinsældir. Hátíðirnar á Eiðum urðu þó ekki nema tvær þar sem aðsókn var lítil en meðal skemmtiatriða á síðari hátíðinni (1993) var hljómsveitakeppni rétt eins og hafði tíðkast í Atlavík.
Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa keppni og reyndar greina fjölmiðlar þess tíma ekki frá sigurvegurum keppninnar og fjölda þeirra hljómsveita sem tóku þátt í henni, fyrirkomulagið var með hætti að hver hljómsveit fékk fimmtán mínútur á sviðinu og skilyrði var að eitt laganna að minnsta kosti yrði að vera frumsamið – þá herma heimildir að hljómsveitin Jet Black Joe hafi skipað dómnefndina en sú sveit var ein af aðal hljómsveitum hátíðarinnar.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveitakeppni á Eiðum.














































