Hljómsveitakeppnin Besti byrjandinn [tónlistarviðburður] (2009)

Tónlistarhátíðin AIM (Akureyri International Music) festival hafði verið haldin á Akureyri síðan 2006 og var sumarið 2009 haldin þar í fjórða sinn. Í tengslum við hátíðina það árið var haldin hljómsveitakeppni undir nafninu Besti byrjandinn í aðdraganda hennar þar sem fimm hljómsveitir öttu kappi. Sigurvegari keppninnar var hljómsveitin Buxnaskjónar en sú sveit hafði verið stofnuð við Hrafnagilsskóla´i Eyjafirði tveimur árum fyrr, sveitin átti eftir að starfa eitthvað áfram og sendi m.a. frá sér plötur í kjölfarið.

Hljómsveitakeppnin Besti byrjandinn var aðeins haldin í þetta eina skipti á AIM festival.