Hlykkir (um 1965)

Á sjöunda áratug liðinnar aldar, líklega í kringum miðjan áratuginn var skólahljómsveit starfrækt á Ísafirði undir nafninu Hlykkir (hugsanlega er hún í einhverjum heimildum nefnd Hlekkir en Hlykkir er áreiðanlega rétta nafn sveitarinnar).

Meðlimir hljómsveitarinnar voru þeir Rúnar Vilbergsson trommuleikari (síðar Þursaflokkurinn o.fl.), Ólafur Guðmundsson söngvari (síðar í BG & Ingibjörg, Grafík o.fl.), Kristján Hermannsson orgel- og gítarleikari og Bjarni Hauksson bassaleikari. Þessi sveit mun hafa leikið á skólaböllum fyrir vestan en upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti.