
Hörkutól
Félagsskapur sem nefndist Hörkutól eða Hörkutólafélagið var starfrækt meðal karlkyns kennara við grunnskólann í Stykkishólmi, um og eftir aldamótin 2000, hugsanlega var félagið stofnað haustið 1998 og það starfaði hið minnsta til ársins 2009 en starfsemi þess sneri að einhvers konar gríni í garð karlmennsku og var með margvíslegum hætti.
Afar litlar upplýsingar er að finna um þennan félagsskap og starfsemi hans en Hörkutólin munu þó hafa sent frá sér plötur, líklega tvær fremur en eina – önnur þeirra leit dagsins ljós árið 2005 og bar titilinn Hjálpum þeim en þá hafði líkast til önnur plata verið komin út fyrr, að minnsta kosti voru þeir félagar í upptökum árið 2002.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hörkutólin og starfsemi félagsins en þó sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um plötuútgáfu þess.














































