Hraun [1] (um 1978-79)

Hljómsveitin Hraun starfaði í Kópavogi, að öllum líkindum veturinn 1978-79. Þessi sveit var skipuð 12-13 ára drengjum sem léku á kassagítar, McIntosh-trommur og önnur ásláttarhljóðfæri ásamt því að syngja en fyrsta og e.t.v. eina lagið sem sveitin æfði var bítlaslagarinn All you need is love.

Meðlimir þessarar mætu sveitar voru þeir Haraldur Kristján Ólason, Palli [?], Guðmundur Hannes Hannesson og Gunnar Lárus Hjálmarsson, sá síðast taldi er eini meðlimir Hrafna sem lagði fyrir sig tónlist að einhverju marki og er í dag þekktastur undir nafninu Dr. Gunni.