Hljómsveit að nafni Hugsjón starfaði um eins árs skeið á Dalvík í upphafi áttunda áratugarins.
Hugsjón var stofnuð vorið 1970 og voru meðlimir hennar Ingólfur Jónsson hljómborðsleikari, Páll Gestsson gítarleikari, Rúnar Rósmundsson gítarleikari, Friðrik Halldórsson bassaleikari, Friðrik Friðriksson trommuleikari og Sólveig Hjálmarsdóttir söngkona. Sveitin starfaði um eins árs skeið og lék mestmegnis á heimaslóðum en nafni hennar var breytt í Safír þegar hún gekk í gegnum mannabreytingar sumarið 1971.














































