Húsdraugarnir (1996-97)

Húsdraugarnir á sviði

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Hólmavík undir lok síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1996 og 96 en sú sveit lék nokkuð á heimaslóðum, á Cafe Riis á Hólmavík um verslunarmannahelgarnar bæði árin en einnig á dansleik í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík sumarið 1996.

Hér vantar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan Húsdrauganna, auk starfstíma hennar og annars sem ætti heima í umfjöllun um sveitina.