Hvanneyrarkvartettinn [2] (1965-68)

Hvanneyrarkvartettinn

Hvanneyrarkvartettinn starfaði innan Bændaskólans á Hvanneyri á árunum 1965-68 en hann var einn þeirra sönghópa og kóra sem Ólafur Guðmundsson kennari við skólann stjórnaði, um áratug fyrr hafði t.a.m. annar slíkur kvartett starfað í skólanum. Ólafur var jafnframt undirleikari kvartettsins.

Hvanneyrarkvartettinn var skipaður þeim Jóni Hólm Stefánssyni fyrsta tenór, Ólafi Geir Vagnssyni öðrum tenór, Jóhannesi Torfasyni fyrsta bassa og Gunnari Sigurðssyni öðrum bassa. Að loknu námi vorið 1968 hljóðritaði kvartettinn átta lög við undirleik Ólafs og voru þau gefin út í takmörkuðu upplagi löngu síðar, líklega árið 2018 – óskað er eftir frekari upplýsingum um þá útgáfu.

Efni á plötum