Hvers vegna í ósköpunum ætli séra Jón Þorkell fari aldrei í bað? (1985-86)

Skólahljómsveit við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði bar hið undarlega nafn Hvers vegna í ósköpunum ætli séra Jón Þorkell fari aldrei í bað?, eitthvað er misjafn hvenær þessi sveit er sögð hafa verið starfandi við skólann en líklegast er að það hafi verið veturinn 1985-86 því hljómsveit næsta skólaárs, Skræpótti fuglinn er sögð hafa verið stofnuð upp úr henni – önnur heimild segir sveitina hafa verið starfandi 1988-89.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan auk staðfestingar um starfstíma hennar.