Í kringum 1950 var starfandi söngfélag eða kór undir nafninu Söngfélag Þorlákshafnar um nokkra hríð en um það leyti var þorpið Þorlákshöfn að myndast. Engar frekari upplýsingar er að finna um þetta söngfélag eða eðli þess en Þorlákshöfn byggðist hratt á sjötta áratugnum og er ekki ólíklegt að það hafi verið starfrækt um nokkurra ára skeið. Hér er ekki um að ræða hið eiginlega „Söngfélag Þorlákshafnar“ sem stofnað var 1960 og lifir enn góðu lífi.














































