Söngfélagið Svava [1] (1888-90)

Lítið þekkt söngfélag, blandaður kór starfaði á árunum 1888 til 1890 undir stjórn Jónasar Helgasonar – eitt fjölmargra söngfélaga sem hann stýrði í Reykjavík. Kórinn gekk undir nafninu Söngfélagið Svava og vitað er að hann hélt samsöng í Góðtemplarahúsinu við Tjörnina en engar aðrar upplýsingar er að finna um frekari tónleikahald á vegum hans. Söngfélagið Svava mun eingöngu hafa sungið á íslensku.