Áframhaldandi partí með afturhvarfi til eitísins

FM belfast – Brighter days  World Champion Records RECD037 (2014)  FM Belfast var stofnuð af þeim Árna Rúnari Hlöðverssyni og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur haustið 2005 en þau höfðu komið víða við í listalífinu reyndar eins og Árni Vilhjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason sem komu inn síðar en lengst af hafa þau fjögur skipað bandið, fleiri…

Bjössi Thor á Múlanum

Næstu tónleikar Jazzklúbbsins Múlans fara fram ÞRIÐJUDAGINN 4. nóvember með gítarleikaranum Birni Thoroddsen. Á tónleikunum sýnir Björn á sér nýjar hliðar en hann kemur fram aleinn og óstuddur án aðstoðarmanna. Tónleikarnir byggjast uppá einum gítar, einum flytjanda, mörgum tónlistarstefnum en þó aðallega breidd gítarsins. Tónleikagestir geta átt von á að heyra verk eftir Duke Ellington, Joe Zawinul, Rolling…

Afmælisbörn 2. nóvember 2014

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Troels Bendtsen söngvari og gítarleikari Savanna tríósins og Þriggja á palli er 71 árs. Bergur Ebbi Benediktsson söngvari og gítarleikari Sprengjuhallarinnar er 33 ára. Viktor Orri Árnason bassa- og fiðluleikari Hjaltalín, Búdrýginda o.fl. er 27 ára.

Afmælisbörn 1. nóvember 2014

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Jón Sigurbjörnsson söngvari, leikari og hestamaður er 92 ára. Vilhjálmur Goði Friðriksson söngvari og gítarleikari (Bleeding Volcano, Tríó Jóns Leifssonar, Buff, Todmobile o.fl.) er 42 ára. Einnig hefði Ólafur Guðmundsson (f. 1952) söngvari og gítarleikari BG & Ingibjargar (og fyrsti söngvari Grafíkur) átt afmæli þennan dag en hann lést 1986.