Söngfélag Vestur-Húnvetninga (1968-69)

Óskað er eftir frekari upplýsingum um blandaðan kór sem gekk undir nafninu Söngfélag Vestur-Húnvetninga og starfaði á árunum 1968 og 69 hið minnsta, vorið 1969 virðist félagið hafa komið fram á bændaviku Búnaðarsambands Vestur-Húnvetninga og sungið bæði sem karla- og kvennakór auk þess sem tvöfaldur kvartett karla kom þar fram. Söngstjóri var Sveinn Kjartansson en ekkert annað liggur fyrir um þennan kór, ólíklegt er að hér sé um að ræða Húnvetningakórinn í Reykjavík sem stofnaður hafði verið innan Húnvetningafélagsins árið 1966.