Söngfélagið Tíbrá starfaði á Austurlandi, nánar til tekið á Norðfirði á árunum 1918 til 1924.
Tíbrá var stofnuð haustið 1918 gagngert til að syngja á fullveldishátíð í desember byrjun, svo virðist sem söngurinn hafi heppnast nógu vel til að samstarfinu var haldið áfram en kórinn söng þar undir stjórn Sigdórs V. Brekkan. Sigdór stjórnaði söngfélaginu næstu þrjú árin eða til ársins 1921 en þá tók tónskáldið Ingi T. Lárusson við söngstjórninni og stýrði söngnum til ársins 1924 en það ár virðist kórinn hafa hætt störfum.














































