Sönn ást (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit frá Húsavík, líklega pönksveit sem bar nafnið Sönn ást og innihélt m.a. Bogga [?] og Sindra [?], hér er giskað á að sveitin hafi verið starfandi í kringum 1990 en sú ágiskun þarf ekki að vera rétt.

Óskað er eftir upplýsingum um nöfn meðlima og hljóðfæraskipan, hvenær sveitin starfaði, hversu lengi og hvers konar tónlist var þar á ferð, ekki væri verra að myndefni fylgdi þeim upplýsingum.