Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Halifax en á því tímaskeiði (um 1980-85) starfaði hér á landi breski fiðluleikarinn Graham Smith – hann er annar þeirra sem fyrir liggur að var í þessari hljómsveit, hinn er Magnús Þór Sigmundsson.
Hér er því óskað eftir frekari upplýsingum um sveitina, aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan auk upplýsinga um hvenær hún var starfrækt.














































