Fyrir margt löngu starfaði hljómsveit á Sauðárkróki undir nafninu Háspenna, sveitin var líkast til ein allra fyrsta unglingahljómsveit þeirra Skagfirðinga en liðsmenn hennar voru líklega á aldrinum 12 til 14 ára.
Háspenna var stofnuð árið 1969 eða 70 og starfaði líklega til 1971 en hún hafði m.a. á efnisskrá sinni lög með Creedence Clearwater Revival. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Steinn Kárason söngvari og gítarleikari, Hilmar Sverrisson hljómborðsleikari, Viðar Sverrisson trommuleikari og Sigurður Hauksson bassaleikari. Fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar en óskað er eftir frekari upplýsingum um hana.














































