Hálfur undir sæng (1987-89)

Hálfur undir sæng

Rokktríóið Hálfur undir sæng var nokkuð áberandi í norðfirsku tónlistarlífi á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og ól af sér tvo síðar nokkuð þekkta tónlistarmenn en sveitina skipuðu þeir Guðni Finnsson bassaleikari og Hreinn Stephensen gítarleikari sem báðir sungu einnig, og svo Sigurður Kristjánsson trommuleikari en einnig virðist Halldór Ágústsson hafa verið meðlimur sveitarinnar um tíma – líklega sem trommuleikari.

Hálfur undir sæng var stofnuð upp úr hljómsveitinni Thorlacius líklega árið 1987 og kom sveitin nokkuð fram á tónleikum eystra, m.a. á Nesrokki sem haldnir voru í Egilsbúð haustið 1988 og á Valaskjálfta í Hótel Valaskjálf um verslunarmannahelgina 1989, í millitíðinni hafði sveitin sent frá sér fimm laga kassettu sem bar heitið 5 lög.

Síðla sumars 1989 komu þeir félagar fram á Rykkrokk tónleikunum svokölluðu í Breiðholti og var það líklega svanasöngur sveitarinnar því þeir Guðni og Hreinn fluttu til Reykjavíkur um það leyti – þeir hófu þar að starfa með Dýrið gengur laust nokkru síðar og léku síðan með öðrum þekktum hljómsveitum eins og Funkstrasse, Ensími o.fl. (Guðni) og Risaeðlunni (Hreinn).

Efni á plötum