Tónlistarfrömuðurinn Ágúst Ármann Þorláksson starfrækti hljómsveit á Norðfirði árið 1969, Hljómsveit Ágústs Ármanns en hún lék á dansleik í Egilsbúð í bænum þá um vorið og e.t.v. fleiri slíkum.
Auður Harpa Gissurardóttir söng með hljómsveit Ágústs og hann sjálfur lék líklega á hljómborð en upplýsingar um aðra meðlimi vantar og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.














































