Hemra (2000-01)

Hljómsveitin Hemra (sem hét líklega áður Hentai) starfaði á Akranesi á árunum 2000 og 2001 að minnsta kosti, hugsanlega lengur en hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í hljómsveitakeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 2000, en sveitin sigraði einmitt þá keppni með einhvers konar afbrigði af metalrokki.

Hemra var síðan snemma vors 2001 meðal þátttökusveita í Músíktilraunum en komst þar ekki úr undanúrslitunum, þar var sveitin skipuð þeim Davíð Rósenkrans Haukssyni bassaleikara, Hauki Árna Vilhjálmssyni söngvara, Márusi Hirti Jónssyni gítarleikara og Sverri Aðalsteini Jónssyni trommuleikara.

Sveitin starfaði að minnsta kosti fram yfir verslunarmannahelgi 2001 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi.