Herbertstrasse (1992)

Herbertstrasse

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Herbertstrasse starfaði haustið 1992 og lék töluvert mikið á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu og reyndar víðar um land.

Meðlimir sveitarinnar voru gamalreyndir tónlistarmenni, þeir Herbert Guðmundsson söngvari (sem sveitin er kennd við), Sigurður Hannesson trommuleikari, Sigurður Ingi Ásgeirsson bassaleikari og Einar Vilberg söngvari og gítarleikari. Ein heimild greinir frá að sveitin hefði verið starfandi fimm árum áður og þarna væri um að ræða kombakk, aðrar heimildir geta þess þó ekki og tala um hana sem nýja sveit.

Herbertstrasse virðist hafa hætt störfum fyrir áramótin 1992-93.