Tríóið Hey í harðindum var sett saman fyrir eina uppákomu, söng- og leikskemmtun sem haldin var í Allanum á Siglufirði í árslok 2002.
Þarna voru á ferð tveir trúborarar, þeir Þórarinn Hannesson og Ómar Hlynsson sem báðir sungu og léku á gítarar, og svo Agnar Þór Sveinsson trommuleikari.
Hey í harðindum kom aðeins fram í þetta eina skipti.

