Hlekkir (1975-77)

Hlekkir

Unglingahljómsveitin Hlekkir starfaði í Digranesskóla í Kópvogi um nokkurra ára skeið á síðari hluta áttunda áratugarins, frá1975 og til 1977 eða 78 en sumarið 1978 kom fram hljómsveit sem bar nafnið Ævar og var líklega stofnuð upp úr Hlekkjum.

Meðlimir Hlekkja voru þeir Birgir Baldursson trommuleikari, Jóhann Morávek bassaleikari, Gunnsteinn Ólafsson hljómborðsleikari, Þröstur Þórisson gítarleikari og nafni hans Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari og aðal söngvari sveitarinnar en aðrir meðlimir sveitarinnar sungu einnig. Þeir Birgir, Jóhann og Þröstur Þorbjörnsson stofnuðu sveitina haustið 1977 en Gunnsteinn og Þröstur Þórisson bættust fljótlega við. Gunnsteinn hætti á einhverjum tímapunkti í Hlekkjum og kom Ævar Einarsson í hans stað – ekki er þó ljóst hvort hljómsveitarnafnið Ævar tengist því beint.

Sveitin spilaði bæði ábreiðuefni og frumsamið sem að einhverju leyti var samið af Gunnsteini. Sveitin lék nokkuð opinberlega, þeir félagar lentu m.a. í þriðja sæti í hæfileikakeppni sem haldin var í Kópavogi 1976 en frægðarsól sveitarinnar reis þó líklega hæst þegar hún kom fram í Stundinni okkar.

Flestir meðlimir Hlekkja áttu síðar eftir að verða þekktir tónlistarmenn.