
Stuðkompaníið fagnar sigri í keppninni
Vorið 1987 stóðu Ríkisútvarpið á Akureyri (RÚVAK) og Menningarsamtök Norðurlands (Menor) fyrir hljómsveitakeppni en keppnin fór fram í svæðisútvarpinu á Akureyri, liðsmenn hljómsveitanna máttu ekki vera eldri en 25 ára og sendi hver sveit inn eitt lag í keppnina.
Keppnissveitirnar voru fjórar talsins og voru lög þeirra flutt í útvarpinu auk þess sem viðtölum við þær var útvarpað, sveitirnar fjórar voru Drykkir innbyrðis, Stuðkompaníið, Þrumugosar og Bilun – tvær fyrst töldu sveitirnar voru frá Akureyri en hinar tvær voru úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Dómnefndir á þéttbýlisstöðum svæðisútvarpsins sáu svo um að velja bestu hljómsveitina og bar Stuðkompaníið sigur úr býtum með lagið Hörkutól stíga ekki dans, Drykkir innbyrðis urðu í öðru sæti og Þrumugosar í því þriðja.
Þess má geta að um svipað leyti, vorið 1987 sigraði Stuðkompaníið einnig í Músíktilraunum Tónabæjar,














































