Hnakkarnir (2007)

Hnakkarnir

Kántrísveitin Hnakkarnir var skammlíf hljómsveit sem starfaði á Norðfirði sumarið 2007 en sveitin lék þá á fáeinum uppákomum s.s. á opnunarhátíð álversins á Reyðarfirði.

Hnakkarnir munu hafa verið eins konar útibú frá hljómsveit Ágústs Ármanns Þorlákssonar en meðlimir sveitarinnar voru auk Ágústs Ármanns sem lék á hljómborð og munnhörpu, þau Guðmundur Rafnkell Gíslason söngvari og ásláttarleikari, Kolbrún Gísladóttir söngkona og gítarleikari, Þorlákur Ægir Ágústsson bassaleikari, Jón Hilmar Kárason gítar- og banjóleikari og Marías B. Kristjánsson trommuleikari.

Sveitin var starfrækt af því er virðist aðeins þetta eina sumar.