
Hrafnar
Rokksveitin Hrafnar starfaði á Akureyri um eins árs skeið í byrjun níunda áratugarins en um var að ræða tríó ungra tónlistarmanna sem tóku virkan þátt í þeirri grósku sem þá var í gangi í norðlensku rokki. Meðlimir Hrafna voru þeir Hans Wium bassaleikari, Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson trommuleikari (Rögnvaldur gáfaði) og Sigurjón Baldvinsson söngvari og gítarleikari.
Sveitin var stofnuð í október 1990 og hóf fljótlega að leika á tónleikum ásamt fleiri rokksveitum í svipuðum anda, fyrst í Dynheimum á minningartónleikum um Steinþór Stefánsson (Steinþór í Fræbbblunum) en svo var farið víðar um norðanvert landið um haustið með tónleikahaldi s.s. á Laugum í Reykjadal og Sauðárkróki, og eftir áramótin lék sveitin einnig á Húsavík og Akureyri ásamt öðrum. Hrafnar komu suður til Reykjavíkur um sumarið og léku þá á Tveimur vinum en lögðu svo upp laupana um haustið.














































