Dagskrá Innipúkans er tilbúin

Innipúkinn fer fram í Austurbæ í Reykjavík (á tveimur sviðum) um verslunarmannahelgina, 1. – 3. ágúst næstkomandi. Þar hafði áður  verið boðað að m.a. myndu koma fram Ragga Gisla & Hipsumhaps, Sigga Beinteins & Babies flokkurinn, Ásdís á sínum stærstu tónleikum hérlendis, Birnir, Bríet, Flóni og Mugison.

Nú hefur bæst í þann hóp og í gær var tilkynnt að ein áhrifamesta hljómsveit Íslandssögunnar, Purrkur Pillnikk, kemur saman og spilar á hátíðinni í ár. Aðrar hljómsveitir sem nú eru kynntar til leik eru; Alaska 1867, Bogomil Font, Digital Ísland, Inspector Spacetime og Þórunn Antonia sem mætir Berndsen á sviði og saman taka þau lög af algleymi poppsins, breiðskífunni Star Crossed.

Dagskrá Innipúkans 2025 er því tilbúin og listinn yfir allar hljómsveitir og listamenn er svohljóðandi:

  • Ásdís
  • Alaska1867
  • Birnir
  • Bogomil Font
  • Bríet
  • BSÍ
  • Digital Ísland
  • Floni
  • Inspector Spacetime
  • Iðunn Einars
  • Mugison
  • Purrkur Pillnikk
  • Ragga Gísla & Hipsumhaps
  • Ronja
  • Sigga Beinteins & Babies flokkurinn
  • SiGRÚN
  • Spacestation
  • Une Misére
  • Þórunn Antoní & Berndsen

+ plötusnúðar og fleira húllumhæ sem tilkynnt verður um fyrir hátíð.

Miðasala hófst á hátíðina í gær fimmtudag, og fer virkilega vel af stað. Hér er hægt að nálgast miða.

Það er alltaf gott veður á Innipúkanum!