Hörmung [1] (um 1976-77)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í grunnskólanum á Skagaströnd undir nafninu Hörmung líklega laust eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, á að giska í kringum 1976 eða 77 – jafnvel síðar en sveitin var eins konar skólahljómsveit þar.

Guðmundur Jónsson gítarleikari (síðar í Sálinni hans Jóns míns, GG blús, Kikk o.m.fl.) var í þessari sveit ungur að árum og mun Hörmung hafa verið hans fyrsta hljómsveit. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit og er því óskað eftir þeim, s.s. um hverjir aðrir skipuðu hans og á hvað hljóðfæri þeir léku, hversu lengi sveitin starfaði o.s.frv.