Fritz Weisshappel (1908-64)

Austurríkismaðurinn Fritz Weisshappel var einn af fjölmörgum erlendum tónlistarmönnum sem komu til Íslands og lífguðu upp á annars fremur fábrotið tónlistarlíf landsins á fyrri hluta síðustu aldar. Hann varð kunnur píanóundirleikari einsöngvara og kóra hér á landi og kom við sögu á ógrynni útgefinna platna áratugina á eftir. Friedrich Carl Johanna Weisshappel (Fritz Weisshappel) fæddist…

Friedband (1976)

Hljómsveitin Friedband var sveit nemenda úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, sett saman fyrir árshátíð skólans líklega snemma árs 1976. Sveitin sem kom fram aðeins einu sinni, á umræddri árshátíð skartaði söngkonunni Lindu Gísladóttur sem síðar gerði garðinn frægan m.a. með Lummunum auk þess að eiga að baki sólóferil, en engar upplýsingar er að finna um aðra…

Friður [1] (1969-70)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu í fáeina mánuði undir nafninu Friður en sveitin var skipuð meðlimum á unglingsaldri. Það munu hafa verið Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Ágúst Ragnarsson sem stofnuðu sveitina sumarið 1969 og fengu þá Braga Björnsson bassaleikara, Viðar Sigurðsson [söngvara?] og Rafn Sigurbjörnsson trommuleikara til liðs við sig. Sveitin gekk í fyrstu undir nafninu…

Friðrikskór [2] (1974-75)

Svokallaður Friðrikskór var starfandi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði veturinn 1974 til 75. Kórinn var nefndur eftir stofnanda hans og stjórnanda, Friðriki Ingólfssyni garðyrkjubónda en hann var að mestu skipaður óreyndum söngmönnum úr hreppnum. Kórinn gekk einnig undir nafninu Arfakórinn. Ári síðar, haustið 1975 gengu nokkrar konur til liðs við kórinn sem eðli málsins samkvæmt var…

Friðný (1975?)

Upplýsingar óskast um fimm manna hljómsveit frá austanverðu landinu, hugsanlega Norðfirði, sem starfandi var að öllum líkindum á síðari hluta áttunda áratug síðustu aldar. Fróðir mega senda Glatkistunni upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, nánari starfstíma hennar og hvar hún starfaði.

Friðjón Ingi Jóhannsson – Efni á plötum

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar Útgefandi: Ris Útgáfunúmer: Ris 005 Ár: 1996 1. Sumarstemmning 2. Gleðisveifla 3. Blíðasti blær 4. Láttu þig dreyma 5. Vor við Löginn 6. Þá og nú 7. Þegar þoka grá 8. Vonarland 9. Kveldóður 10. Á fornum slóðum 11. Fljótsdalshérað 12. Austfjarðarþokan 13. Tjörulagið Flytjendur: Friðjón Ingi Jóhannsson –…

Friðjón Ingi Jóhannsson (1956-)

Tónlistarmaðurinn Friðjón Ingi Jóhannsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, starfað með fjölmörgum hljómsveitum og m.a. starfrækt hljómsveit í eigin nafni en hún var stofnuð á Egilsstöðum árið 1995 og hefur haft það meginmarkmið að varðveita alþýðutónlist af austanverðu landinu, tónlist sem annars hefði horfið í glatkistuna. Friðjón Ingi Jóhannsson er fæddur vorið 1956…

Frisko [1] (1979-80)

Hljómsveit að nafni Frisko (Frisco / Friskó) starfaði að minnsta kosti á árunum 1979 og 1980, síðarnefnda árið lék sveitin á popphátíð sem haldin var á Reyðarfirði en hún var einmitt starfrækt þar í bæ. Frisko var stofnuð snemma árs 1980 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, meðlimir hennar voru Hannes Sigurðsson trommuleikari,…

Capital (1979-80)

Skólahljómsveit Samvinnuskólans á Bifröst bar heitið Capital veturinn 1979-80 en hefð var fyrir því að hljómsveit starfaði innan skólans og léki á ýmsum samkomum innan hans. Meðlimir Capital voru þeir Sigurður Vilberg Dagbjartsson gítarleikari, Magnús Stefánsson bassaleikari, Birgir Sævar Jóhannsson gítarleikari, Ingimar Jónsson trommuleikari og Kristján Björn Snorrason harmonikku- og hljómborðsleikari. Einnig munu þeir Friðrik…

Jói á hakanum – Efni á plötum

Jói á hakanum – diskur #i Útgefandi: Jói á hakanum Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2003 1. Við erum Jói á Hakanum 2. G.E.2 eyrnavals 3. Þorgeir pöpull 4. Hetjan 5. Menachem Begin 6. Dibomsur og inniskór 7. Dr. Livingstone 8. Guðjón 9. Doddi Hassan 10. Rómans 11. Koivisto 12. Upphaf 13. Leðurblökur 14. Happí og…

Afmælisbörn 17. mars 2021

Fjórir tónlistarmenn koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er fimmtíu og eins árs í dag. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram,…

Afmælisbörn 16. mars 2021

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson á fimmtíu og eins árs afmæli í dag. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var enn…

Afmælisbörn 15. mars 2021

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig…

Afmælisbörn 14. mars 2021

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sjötugur í dag og á því stórafmæli. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum…

Afmælisbörn 13. mars 2021

Fimm afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: (Þórir) Karl Geirmundsson gítarleikari frá Ísafirði er áttatíu og tveggja ára gamall í dag, hann lék í BG & Ingibjörgu með bróður sínum Baldri Geirmundssyni, en sú sveit gekk reyndar undir ýmsum nöfnum. Einnig lék Karl á sínum tíma með Hljómsveit Vilbergs Vilbergssonar (Villa Valla), Hljómsveit…

Afmælisbörn 12. mars 2021

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og fjögurra ára gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu, var t.a.m. kjörin söngkona ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar…

Afmælisbörn 11. mars 2021

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Rósa Guðmundsdóttir er fjörutíu og tveggja ára gömul í dag. Hún kemur upphaflega frá Vestmannaeyjum og er af tónlistarfólki komin en þar lærði hún á píanó, fiðlu og flautu. Hún starfaði m.a. með danshljómsveitinni Dancin‘ mania í Eyjum áður en hún kom upp á…

Friðrik Guðni Þórleifsson (1944-92)

Nafn Friðriks Guðna Þórleifssonar kemur víða við í íslenskri tónlist, hann ásamt eiginkonu sinni Sigríði Sigurðardóttur reif upp tónlistarlífið í Rangárvallasýslu með aðkomu sinni að Tónlistarskóla Rangæinga, orti fjölda texta og ljóða sem sum hver lifa enn ágætu lífi, og kom sjálfur að tónlistarflutningi með margvíslegum hætti. Friðrik Guðni varð ekki langlífur en hann lést…

Friðrik Þór Friðriksson (1954-)

Kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson er auðvitað flestum kunnur fyrir aðkomu sína að íslenskri kvikmyndagerð en hann hefur gert kvikmyndir frá því á menntaskólaárum sínum, og kemur tónlist heldur betur við sögu í mörgum þeirra. Friðrik Þór er Reykvíkingur, fæddur 1956. Hann mun um miðjan sjöunda áratuginn (þá um tíu ára aldur) hafa verið í hljómsveit…

Fresh [2] (1997)

Hljómsveit að nafni Fresh starfaði á Akranesi innan Fjölbrautaskóla Vesturlands, og tók haustið 1997 þátt í tónlistarkeppni nemendafélags skólans sem það árið gekk undir nafninu Frostrokk 1997. Sveitin sigraði þá keppni og átti í kjölfarið tvö lög á safnplötunni Frostrokk 1997, sem gefin var út á vegum nemendafélagsins vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þau Óli…

Friðrik Friðriksson [2] (1949-2025)

Friðrik Friðriksson fyrrum sparisjóðsstjóri á Dalvík getur vart annað en talist menningarfrömuður í bænum en hann kom mikið að því að efla hvers kyns menningarstarf þar auk þess að gefa út plötur með fólki úr héraðinu. Friðrik Reynir Friðriksson var fædddur á Dalvík 1949 og lék hann á trommur með nokkrum hljómsveitum á sínum yngri…

Friðrik Bjarnason (1880-1962)

Friðrik Bjarnason mætti með réttu kalla föður hafnfirsks tónlistarlífs en hann kom að stofnun og stjórnun fjölmargra kóra í bænum, gegndi organistastörfum og söngkennslu auk þess að semja fjöldann allan af sönglögum sem margir þekkja. Friðrik fæddist á Stokkseyri haustið 1880 og bjó þar fyrstu tuttugu ár ævi sinnar. Hann hafði snemma áhuga á tónlist…

Fressmenn [2] (2002)

Árið 2002 starfaði pöbbaband á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Fressmenn, svo virðist sem þar hafi jafnvel verið á ferðinni dúett með skemmtara. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit en þær mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Fressmenn [1] (1991-92)

Fressmenn voru nokkuð áberandi í blúsvakningu þeirri sem herjaði á landið um og eftir 1990. Sveitin starfaði veturinn 1991-92 og að minnsta kosti fram á mitt sumar. Svo virðist sem sveitin hafi eitthvað komið fram einnig árið 1994. Meðlimir Fressmanna voru þeir Kristján Már Hauksson munnhörpu- og gítarleikari, Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Steinar Sigurðsson trommuleikar…

Fress (1984)

Vorið 1984 kom fram djasshljómsveit sem gekk undir nafninu Fress. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, um hljóðfæra- og meðlimaskipan hennar, starfstíma o.s.frv. og er því óskað hér með eftir þeim.

Friðrik XII (1992-93)

Hljómsveitin Friðrik XII var stórsveit sem lék bæði rokk og djass og starfandi árin1992 og 93, sveitin kom fram í fjölmörg skipti þann tíma, m.a. á Gauki á Stöng og þess konar samkomustöðum. Friðrik XII (Friðrik tólfti) var stofnuð sumarið 1992 en kom ekki fram opinberlega fyrr en í ársbyrjun 1993 og þá undir nafninu…

Friðrik Theodórsson (1937-2014)

Friðrik Theodórsson stóð í framlínu djassmenningu Íslendinga um árabil og hélt að nokkru leyti utan um djasstónlistarlíf hérlendis með skeleggri framgöngu sinni en hann var einnig hljóðfæraleikari og söngvari. Friðrik var fæddur í Reykjavík 1937, lauk verslunarprófi og starfaði víða á ferli sínum s.s. hjá Sambandinu en lengst af þó hjá heildverslun Rolf Johansen. Hann…

Friðrik Jónsson (1915-97)

Friðrik Jónsson frá Halldórsstöðum var kunnur harmonikkuleikari og lagahöfundur sem samdi nokkur lög sem allflestir þekkja, hann gegndi stöðu organista í fjölmörgum kirkjum samfellt í hartnær fimmtíu ár. Friðrik Jónsson (f. 1915) var fæddur og uppalinn á Halldórsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjasýslu og bjó þar raunar lungann úr ævinni, hann flutti inn til Húsavíkur árið…

Friðrikskór [1] (?)

Upplýsingar óskast um karlakór sem starfaði í Hafnarfirði á fyrri hluta tuttugustu aldar undir stjórn Friðriks Bjarnasonar en hann var áberandi í tónlistarlífi bæjarins um árabil. Engar upplýsingar er að finna um hvenær nákvæmlega þessi kór starfaði en Friðrik var búsettur í Hafnarfirði frá 1908, ekki er um að ræða Barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (sem gekk…

Afmælisbörn 10. mars 2021

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Fyrst er hér nefnd Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona en hún var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín…

Afmælisbörn 9. mars 2021

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi á stórafmæli í dag en hann er sjötugur. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Nokkrar plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon…

Afmælisbörn 8. mars 2021

Tvö tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru í gagnabanka Glatkistunnar Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og sex ára gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en…

Afmælisbörn 7. mars 2021

Á þessum degi er eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist á skrá Glatkistunnar. Það er Björn Ásgeir Guðjónsson trompetleikari sem hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést sumarið 2003. Björn Ásgeir (f. 1929) nam tónlist hér heima og í Danmörku og starfaði sem trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og reyndar í Svíþjóð einnig um tíma,…

Afmælisbörn 6. mars 2021

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi Árni Guðmundsson (Árni úr Eyjum) f. 1913 átti þennan afmælisdag, hann var fyrst og fremst texta- og ljóðaskáld og samdi marga kunna texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þar má nefna lögin Góða nótt, Vor við sæinn, Ágústnótt, Blítt og létt og Bjartar vonir vakna. Árni…

Afmælisbörn 5. mars 2021

Tvö afmælisbörn eru skráð að þessu sinni í afmælisdagbók Glatkistunnar Þórunn Björnsdóttir kórstjórnandi og tónmenntakennari er sextíu og sjö ára gömul í dag en hún er að sjálfsögðu kunnust fyrir störf sín sem stjórnandi Skólakórs Kársnesskóla til margra áratuga. Hún stýrði ennfremur Vallagerðisbræðrum sem var afsprengi kórsins en hefur aukinheldur komið að ýmsum félagsmálum tengt…

Afmælisbörn 4. mars 2021

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn skrásett hjá Glatkistunni. Það er í fyrsta lagi gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir,…

Friðrik Friðriksson [1] (1868-1961)

Sr. Friðrik Friðriksson er þekktastur fyrir að stofna annars vegar knattspyrnufélagið Val og KFUM og K, þar sem honum er eðlilega gert hátt undir höfði en hann hefur einnig tengingu við íslenska tónlistarsögu, annars vegar með stofnun lúðrasveitar og karlakórs og hins vegar með ljóðum sem hann samdi á sínum tíma en hafa nú verið…

Friðrik Friðriksson [1] – Efni á plötum

Magnús Baldvinsson – Nú tindra stjörnur: úr Söngbók séra Friðriks Útgefandi: KFUM Útgáfunúmer: KFUM CD1 Ár: 1992 1. Kæri faðir, kenndu mér að biðja 2. Ó, þú sem elskar æsku mína 3. Þér Jesús, hef ég heitið 4. Sá til er ei vinur 5. Ef þú villist, veg ei sér 6. Mér eyddust allar rósir 7. Ég veit…

Freðmýrarflokkurinn (1980)

Freðmýrarflokkurinn var söngflokkur starfandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja snemma árs 1980 og kom þá fram á menningarhátíð sem Landssamband mennta- og fjölbrautaskóla (síðar Samband íslenskra framhaldsskólanema) stóð fyrir. Meðlimir Freðmýrarflokksins voru þau Ólöf María Ingólfsdóttir, Hallfríður Þórarinsdóttir, Atli Ingólfsson, Anna María Kristjánsdóttir, Gylfi Garðarsson og Kristján Gíslason. Freðmýrarflokkurinn virðist hafa verið skammlífur.

Frávik (1992)

Hljómsveitin Frávik var meðal keppenda í Tónlistarkeppni NFFA (Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) haustið 1992 og sigraði reyndar þá keppni. Meðlimir sveitarinnar voru þau Gunnar S. Hervarsson [gítarleikari?], Hrannar Örn Hauksson bassaleikari, Orri Harðarson gítarleikari, Valgerður Jónsdóttir söngkona og Guðmundur Claxton trommuleikari. Ekki finnast frekari heimildir um þessa sveit svo líklegt verður að teljast að…

Franz Mixa (1902-94)

Margir erlendir tónlistarmenn sem komu til Íslands á fyrri hluta síðustu aldar höfðu mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf en fáir þó jafn mikil áhrif og Austurríkismaðurinn dr. Franz Mixa. Ekki aðeins hafði hann áhrif á íslenska tónlist með beinni aðkomu heldur komu í kjölfarið hingað til lands fleiri slíkir tónlistarmenn fyrir hans atbeina. Franz Mixa…

Frantic (1992-93)

Hljómsveitin Frantic starfaði innan Verkmenntaskólans á Akureyri 1992 og 93, hugsanlega lengur. Sveitin spilaði nokkuð opinberlega á dansleikjum fyrir norðan. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Finnur B. Jóhannsson söngvari (síðar þekktur handboltamaður), Atli Rúnarsson trommuleikari, Jonni [?] og Matthías Stefánsson gítarleikari.

Fransk-íslenski kvartettinn (1988)

Sumarið 1988 var kvartett settur á stofn undir nafninu Fransk-íslenski kvartettinn en hann lék bæði klassík og djass. Svo virðist sem kvartettinn hafi einungis komið fram á einum tónleikum, í Norræna húsinu. Meðlimir Fransk-íslenska kvartettsins voru þeir Birgir Baldursson trommuleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Frakkinn Christophe Brandon flautuleikari.

Freisting Gillettes (1993)

Sumarið 1993 var einþáttungurinn Rósir og rakvélablöð eftir Benóný Ægisson settur á svið í tengslum við óháða listahátíð í Reykjavík. Hljómsveit sem bar nafnið Freisting Gillettes lék tónlist í sýninunni og voru meðlimir þeirrar sveitar höfundur verksins, Benóný Ægisson sem lék á hljómborð og söng, Björgúlfur Egilsson bassaleikari og Sigtryggur Baldursson slagverksleikari.

Freisting (1993)

Hljómsveit sem bar nafnið Freisting starfaði í nokkra mánuði, frá því um sumarið 1993 og líklega fram að áramótum. Það voru þau Erla Gígja Garðarsdóttir söngkona, Stefán E. Petersen píanóleikari og söngvari og Arinbjörn Sigurgeirsson bassaleikari sem skipuðu sveitina en hún lék m.a. á Hótel Íslandi. Sveit með þessu nafni lék einnig á veitingastað í…

Freeport (1978-79)

Hljómsveitin Freeport starfaði í nokkra mánuði seint á áttunda áratug síðustu aldar, en saga sveitarinnar hlaut sviplegan endi við lok verslunarmannahelgarinnar 1979. Freeport var stofnuð síðla árs 1978 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Axel Einarsson gítarleikari, Jón Ragnarsson gítarleikari, Ólafur Kolbeins trommuleikari, Yngvi Steinn Sigtryggsson hljómborðsleikari og Gunnlaugur Melsteð söngvari og bassaleikari. Þeir…

Free style (1986)

Free style var hljómsveit starfandi í Kópvogi vorið 1986 en þá var hún meðal sveita sem lék á tónleikum sem báru yfirskriftina Kóparokk. Ekki liggja fyrir neinar aðrar upplýsingar um um sveitina, hverjir skipuðu hana, hversu lengi hún starfaði eða hver hljóðfæraskipan hennar var en þær mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Freðryk (1999)

Dúettinn Freðryk kom úr Reykjavík og keppti í Músíktilraunum 1999 og lék þar eins konar tilraunakennda raftónlist. Það voru þeir Eyvindur Karlsson söngvari og gítarleikari og Fróði Árnason tölvu- og bassaleikari sem skipuðu Freðryk en þeir félagar komust ekki áfram í úrslit. Ekki liggur fyrir hversu lengi Freðryk starfaði en sveitin kom þó fram á…

Fresh [1] (1976-77)

Hljómsveitin Fresh, sem kenndi sig aðallega við fönktónlist, starfaði á árunum 1976 og 77 og var þá nokkuð áberandi í íslensku tónlistarsenunni án þess þó að senda frá sér efni á plötum, sveitin lék töluvert af frumsömdu efni. Sveitin gekk í fyrstu undir nafninu Fress en því var svo breytt í Fresh um sumarið 1976,…

Afmælisbörn 3. mars 2021

Fjórir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er fimmtíu og níu ára en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar kennt við Söngskóla…