Sól á heyhóla

Sól á heyhóla (Lag / texti: Benedikt Hermann Hermannsson) Við fórum yfir frosinn mosamóa og rauða runna. Rauða runna, rauða runna. Við fórum yfir gula heyhóla. Svo snerum við við. Snerum við við, snerum við við. Þá skein sól á heyhóla. Þá skein sól á heyhóla. [af plötunni Benni Hemm Hemm – Kajak]

Viltu koma?

Viltu koma? (Lag / texti: Jenni Jóns) Viltu koma, ó kæra til mín, þegar kvöldsólin blíðast skín og ber við hið bláa haf, með sitt bjarta geislatraf. Þá er indælt að una sér, út við strönd þar sem víkin er, þar liggur mitt litla fley og í ljúfum sunnanþey. Við setjum upp segl á rá,…

Afmælisbörn 9. desember 2020

Tónlistartengdu afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni: Björgvin Franz Gíslason leikari er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Björgvin Franz var barnastjarna og vakti fyrst athygli fyrir söng sinn í Óla prik syrpu sem naut vinsælda fyrir margt löngu en hefur síðan aðallega verið tengdur leikhús- og barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni…

Afmælisbörn 8. desember 2020

Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fimmtugur í dag og á því stórafmæli dagsins. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið…

Afmælisbörn 7. desember 2020

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í þetta skipti en þau eru öll látin: Jórunn Viðar tónskáld (1918-2017) hefði átt afmæli í dag. Jórunn nam tónsmíðar í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Austurríki á sínum tíma og samdi fjöldann allan af þekktum lögum s.s. Það á að gefa börnum brauð, Kall sat undir kletti og tónverkið Únglíngurinn í…

Afmælisbörn 6. desember 2020

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fimmtugur á þessum degi og á því stórafmæli. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar…

Afmælisbörn 5. desember 2020

Þá er komið að afmælisbörnum Glatkistunnar en að þessu sinni eru tvö slík á skrá: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri er fimmtíu og átta ára gamall, hann hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamíni, Grjóthruni í Hólahreppi og Göglum svo fáeinar séu nefndar. Hann var…

Afmælisbörn 4. desember 2020

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar eftirfarandi: Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu er þrítugur á þessum degi. Jakobínarína vann sér meðal annars til frægðar á sínum tíma að vinna Músíktilraunir (2005) en eftir að sveitin hætti árið 2009 hefur lítið spurst til Ágústs. Hann hefur þó starfað með hljómsveitinni Kosijama. Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður…

Afmælisbörn 3. desember 2020

Afmælisbörn dagsins eru þrjú á þessum degi: Pétur Östlund trommuleikari er sjötíu og sjö ára gamall í dag, hann lék með mörgum af þekktustu sveitum bítlatímabilsins og eru Hljómar og Óðmenn þeirra þekktastar en einnig með sveitum eins og Hljómsveit Finns Eydal, Hljómsveit Gunnars Ormslev, Musica prima og Útlendingahersveitinni. Hann var síðar kunnari fyrir djasstrommuleik…

Fjallabandalagið (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði undir nafninu Fjallabandalagið. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvar, hvenær, hversu lengi eða hverjir skipuðu þessa sveit, og eru upplýsingar þ.a.l. vel þegnar.

Finnur Torfi Stefánsson (1947-)

Óhætt er að segja að leið Finns Torfa Stefánssonar liggi víða í tónlistlegu samhengi, í gegnum unglingsárin starfaði hann með gítar- og bítlasveitum, síðan tók hippatónlistin og proggið við áður en hann tók sér hlé frá tónlistinni til að sinna öðrum hlutum, en síðan nam hann tónfræði og tónsmíðar og hefur á síðari árum birst…

Finnur Torfi Stefánsson – Efni á plötum

Finnur Torfi Stefánsson – Bylgjur í túninu Útgefandi: Fjólan Útgáfunúmer: FCD 002 Ár: 2000 1. Þættir ’98 fyrir fiðlu og píanó; fyrsti þáttur / annar þáttur 2. Svíta úr óperunni Leggur og skel; Forleikur / Aría (Sofðu, sofðu) / Leggjardans / Aría (Blíðum höndum beisla ég minn jól) / Fífudans / Lokasöngur Skeljar 3. Þættir…

Fitl – Efni á plötum

Fitl – Undur [ep] Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM 80 CD Ár: 1998 1. Aðstoð 2. Fríða Brá 3. Venjuleg stelpa 4. Krossfesting Flytjendur: Anna S. Þorvaldsdóttir – söngur og selló Doddy [?] – gítar Sigurður Árni Jósefsson – bassi Valgerður Jónsdóttir – söngur Þorsteinn Hannesson – trommur

Fitl (1998-99)

Hljómsveitin Fitl vakti nokkra athygli í lok síðustu aldar en sveitin sendi þá frá sér fjögur laga smáskífu. Fitl birtist fyrst á sjónarsviðinu á tónleikum í Hinu húsinu í febrúar 1998 en ekki liggur fyrir hversu lengi hljómsveitin hafði þá verið starfandi. Sveitin var sögð vera af Skaganum en mun hafa starfað á höfuðborgarsvæðinu og…

Fíladelfíukórinn í Reykjavík – Efni á plötum

Fíladelfíukórinn í Reykjavík – Góði Jesús o.fl. [ep] Útgefandi: Hörpustrengir Útgáfunúmer: P-2 Ár: 1969 1. Góði Jesús 2. Þér hlið 3. Hann lifir 4. Lofsöngur Flytjendur: Fíladelfíukórinn í Reykjavík – söngur undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar Svavar Guðmundsson – einsöngur Daníel Jónasson – undirleikur Fíladelfíukórinn í Reykjavík – Áfram Kristsmenn krossmenn Útgefandi: Hörpustrengir Útgáfunúmer: P-3 Ár:…

Fíladelfíukórinn í Reykjavík (1950-98)

Fíladelfíukórinn í Reykjavík starfaði innan Fíladelfíusafnaðar Hvítasunnukirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu en söfnuðurinn hefur starfað síðan 1936. Kórinn sendi frá sér nokkrar plötur sem innihélt tónlist með kristilegum boðskap. Ekki liggur alveg fyrir nákvæmlega hvenær Fíladelfíukórinn var stofnaður eða hversu lengi hann starfaði en óformlegar æfingar munu hafa hafist árið 1950 þegar Árni Arinbjarnarson hóf að æfa…

Fjarkar [5] (2002)

Í samfélagi Íslendinga í Gautaborg í Svíþjóð var starfandi hljómsveit í kringum aldamótin undir nafninu Fjarkar. Þessi sveit starfaði að minnsta kosti árið 2002 og lék þá á samkomum Íslendinga í borginni, og munu ættjarðarlög og slík tónlist hafa verið á prógrammi hennar. Meðlimir hennar þá voru þeir Eyþór Haukur Stefánsson harmonikkuleikari, Júlíus H. Sigmundsson…

Fjarkar [4] (um 1975)

Hljómsveit starfaði á Akureyri um miðjan áttunda áratug síðustu aldar eða þar um bil, undir nafninu Fjarkar. Meðlimir sveitarinnar, sem voru á unglingsaldri, voru þeir Birgir Heiðmann Arason [?], Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari [?], Erlingur Arason [söngvari?] og Júlíus Geir Guðmundsson [?]. Lesendur Glatkistunnar mættu gjarnan fylla upp í glompur í umfjölluninni hér að ofan.

Fjallasveinar (?)

Fjallasveinar var lítill kór eða tvöfaldur kvartett sem starfaði í Vestur-Eyjafjallahreppi fyrir margt löngu, hugsanlega í kringum 1960. Á einhverjum tímapunkti skipuðu hópinn þeir Leifur Einarsson, Baldur Ólafsson, Vigfús Sigurðsson, Eysteinn Einarsson, Ólafur [?], Jóhann Bergur Sveinsson, Bjarni Böðvarsson og Magnús Sigurjónsson Kórinn söng á skemmtunum í hreppnum um árabil en ekki liggur fyrir hversu…

Fjallafreyjur (um 1950)

Fremur takmarkaðar heimildir finnast um söngkvartett kvenna á Seyðisfirði sem starfaði um eða jafnvel fyrir 1950 undir nafninu Fjallafreyjur. Fyrir liggur þá að Margrét Árnadóttir (móðir Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns), Nína Lárusdóttir, Bryndís Jónsdóttir og Guðbjörg Þorsteinsdóttir skipuðu kvartettinn en þær munu hafa farið víða um austanvert landið til að skemmta með söng og gítarleik. Frekar…

Fílapenslarnir – Efni á plötum

Fílapenslar Siglufjarðar – Fílapenslar Siglufjarðar Útgefandi: Fílapenslar Siglufjarðar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 / 2004 1. Fílapenslakór 2. Afltaugin 3. Niður á bensínstöð 4. Kyntröllin 5. Kvennakór 6. Rauður rabbarbari 7. Finni túba 8. Bella María 9. Dísir vorsins 10. Teddy Ber 11. Meiri bjór 12. Anna Lára 13. Come back 14. To know him…

Fílapenslarnir (1990-)

Fílapenslarnir (einnig nefndir Fílapenslar Siglufjarðar) var hópur fólks á Siglufirði sem skemmti bæjarbúum þar og annars staðar aðallega um tveggja áratuga skeið í kringum síðustu aldamót. Ýmist var um að ræða hljómsveit, sönghóp eða bara hóp skemmtikrafta sem gegndi ámóta hlutverki og Spaugstofan gerði þá sunnan heiða, og kom fram með leik- og söngatriði. Fílapenslarnir…

Fjarkar [6] (2009-12)

Hljómsveitin Fjarkar starfaði á Suðurnesjunum, jafnvel Hafnarfirði árið 2009 og áfram. Síðustu heimildir um sveitina eru frá 2012 og þá var plata væntanleg með henni sem hafði þá þegar fengið titilinn Bréf til skrímslavarðar. Ekkert bendir þó til að platan hafi komið út. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan o.s.frv.

Afmælisbörn 2. desember 2020

Á þessum degi koma tvö afmælisbörn við sögu á Glatkistuvefnum: Tónlistarmaðurinn Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er fjörutíu og eins árs í dag, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér sem bæðir hljómsveitin Hjaltalín og söngvarinn Páll Óskar hafa gert sígilt. Ragnar Sólberg…

Afmælisbörn 1. desember 2020

Tónlistartengd afmælisbörn fullveldisdagsins eru eftirfarandi: Bakkgerðingurinn (Guðmundur) Magni Ásgeirsson söngvari Á móti sól er fjörutíu og tveggja ára gamall á þessum degi, Magni hefur einnig sungið með hljómsveitum eins og Shape, gefið út sólóplötur og sungið í undankeppnum Eurovision svo eitthvað sé nefnt, Magni hlaut sína fimmtán mínútna alþjóðafrægð þegar hann tók þátt í Rock…

Afmælisbörn 30. nóvember 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og sex ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…

Afmælisbörn 29. nóvember 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og sex ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Afmælisbörn 28. nóvember 2020

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötugur á þessum degi og fagnar því stórafmæli, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis…

Afmælisbörn 27. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru sex talsins í dag: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og sex ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og fimm ára gömul á þessum degi,…

Krossgátur

Glatkistan býður nú upp á nýja tegund afþreyingarefnis en það eru tónlistartengdar krossgátur fyrir fólk á öllum aldri. Þær munu birtast með reglubundnum hætti á vefsíðunni og er hægt að leysa þær beint á vefnum en jafnframt verða þær aðgengilegar til útprentunar. Krossgáta Glatkistunnar 1 [nýtt 26. nóvember]     –    Til útprentunar Krossgáta Glatkistunnar…

Afmælisbörn 26. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er þrjátíu og sex ára gamall. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og…

Finnur Eydal (1940-96)

Tónlistarmaðurinn Finnur Eydal er ásamt eldri bróður sínum Ingimari meðal þekktustu sona Akureyrar en þeir bræður skemmtu heimamönnum og öðrum með ýmsum tónlistarlegum hætti um áratuga skeið, saman og í sitt hvoru lagi. Finnur Eydal fæddist vorið 1940 á Akureyri fáeinum vikum áður en Bretar hernámu land hér í heimsstyrjöldinni síðari og breyttu öllu, m.a.…

Figment creeper – Efni á plötum

Figment creeper – instrumental karaokee Útgefandi: Dizorder records Útgáfunúmer: diz04 Ár: 1999 1. Professor Singalong‘s guide to instrumental karaoke 2. Finally there 3. Almost there 4. Figment theme Flytjendur: Örnólfur Thorlacius – [?] Baldvin Ringsted – gítar

Figment creeper (1999)

Figment creeper er eitt fjölmargra aukasjálfa Örnólfs Thorlacius raftónlistarmanns en ein tólf tommu plata kom út með honum undir því nafni árið 1999 á vegum Dizorder records, undirútgáfu Thule. Fleiri plötur hafa ekki komið út með honum undir Figment creeper heitinu. Efni á plötum

Finnur frændi og smáfuglarnir – Efni á plötum

Finnur frændi og smáfuglarnir með aðstoð góðra vina – Ha…? [ep] Útgefandi: Nemendafélag Fellaskóla Útgáfunúmer: NF 001 Ár: 1982 1. Allt okkar líf 2. Bakaríið Flytjendur: Ásdís Mikaelsdóttir – söngur Bragi G. Bragason – söngur Bryndís Jónasdóttir – söngur Elsa K. Elísdóttir – söngur Ragnar Baldursson – söngur Sigurrós Friðriksdóttir – söngur Sólveig Berg Björnsdóttir…

Finnur frændi og smáfuglarnir (1982)

Vorið 1982 kom út tveggja laga plata með hópi nokkurra nemenda og kennara við Fellaskóla í Breiðholti, undir nafninu Finnur frændi og smáfuglarnir en platan bar titilinn Ha…? Tilefnið var tíu ára afmæli skólans en heilmikil afmælishátíð var haldin í tilefni þess. Lögin tvö, Allt okkar líf og Bakaríið voru eftir Hjalta Gunnlaugsson og Halldór…

Fífí og Fófó (1970-71)

Hljómsveitin Fífí og Fófó (Fí fí og fó fó) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1970 til 71 og lék þá í nokkur skipti á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, sveitin þótti nokkuð efnileg en starfaði ekki nógu lengi til að vekja verulega athygli. Meðlimir Fífí og Fófó voru þeir Ólafur Sigurðsson bassaleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Hlynur Höskuldsson orgelleikari,…

Fínt fyrir þennan pening (1995-97)

Þeir félagar, Hjörtur Howser píanóleikari og Jens Hansson saxófónleikari – báðir kunnir tónlistarmenn, komu fram sem dúóið Fínt fyrir þennan pening alloft á árunum 1995 til 97. Dúóið lék nokkuð þétt vorið 1995 en síðan var lengra á milli gigga, þeir kunna að hafa komið fram oftar síðar undir þessu nafni og jafnvel á síðustu…

Fílapenslar og exem (1986)

Hljómsveitin Fílapenslar og exem (F.O.X.) starfaði um skamman tíma líklega á höfuðborgarsvæðinu árið 1986, og var skipuð meðlimum á unglinsaldri. Nöfn þeirra voru Bjarki [?], Þorkell [?] og Tyrri [?] en óskað er eftir frekari upplýsingum um nöfn þeirra og hljóðfæraskipan.

Fílabandið (1990)

Fílabandið var ekki starfandi hljómsveit heldur nokkrir tónlistarmenn sem kölluðu sig því nafni þegar þeir léku á plötunni Leikskólalögin sem Almenna bókafélagið gaf út á vínylplötu- og kassettuformi fyrir jólin 1990. Þetta voru þeir Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Stefán S. Stefánsson flautu-, saxófón-, hljómborðs- og slagverksleikari og Ari Einarsson gítarleikari en Sigurður Rúnar Jónsson upptökumaður kom…

FÍLA ’87 (1987)

Um verslunarmannahelgina 1987 keppti hljómsveit undir nafninu FÍLA ´87 (Fíla eða jafnvel FÍIA ´87) í hljómsveitakeppni sem haldin var í Atlavík – eða var þar að minnsta kosti skráð til leiks. Engar frekari heimildir er að finna um þessa sveit, starfstíma hennar, meðlima- og hljóðfæraskipan og er því leitað eftir þeim upplýsingum til lesenda Glatkistunnar…

Fís-kvintettinn (1961)

FÍS-kvintettinn starfaði í fáeina mánuði um vorið og sumarið 1961 og lék þá líklega eingöngu í Vetrargarðinum í Tívolíinu í Vatnsmýrinni. Ekki finnast öruggar heimildir um hverjir skipuðu þessa sveit en Benedikt Pálsson trommuleikari, Júlíus Sigurðsson saxófónleikari, Pálmar Á. Sigurbergsson píanóleikari og Haukur H. Gíslason bassaleikari hafa verið nefndir í því samhengi, þá vantar upplýsingar…

Fjaðrafok (1996)

Fjaðrafok var að öllum líkindum ekki starfandi hljómsveit en flytjandi með því nafni átti lag á safnplötunni Lagasafnið 5 sem kom út 1996. Meðlimir Fjaðrafoks voru þeir Sigurgeir Sigmarsson gítarleikari, Ragna Berg Gunnarsdóttir söngkona, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir söngkona og  Þórir Úlfarsson sem annaðist annan hljóðfæraleik og forritun. Líklegt hlýtur að teljast að Sigurgeir Sigmarsson sé…

Afmælisbörn 25. nóvember 2020

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Gítarleikarinn og flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) hefði átt afmæli í dag en hann lék með nokkrum fjölda hljómsveita hér fyrrum, þeirra á meðal má nefna Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Hljómsveit Elfars Berg, Thaliu, City sextett, Diskó sextett, Stuðbandið, Klappað og klárt og Hljómsveit…

Afmælisbörn 24. nóvember 2020

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Sigurdór Sigurdórsson söngvari er áttatíu og tveggja ára gamall í dag, hann söng með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma s.s. hljómsveitum Svavars Gests og Eyþórs Þorlákssonar. Hann er þó þekktastur fyrir flutning sinn á Þórsmerkurljóðinu sem flestir þekkja undir nafninu María María. Eyþór Arnalds söngvari…

Afmælisbörn 23. nóvember 2020

Afmælisbörnin í dag eru sjö talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og sex ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Afmælisbörn 22. nóvember 2020

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sextíu og sjö ára gamall í dag. Hörður er stofnandi og stjórnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann er ennfremur organisti Hallgrímskirkju og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra,…

Afmælisbörn 21. nóvember 2020

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og fimm ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Afmælisbörn 20. nóvember 2020

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar. Það er tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson en hann er fjörtíu og eins árs gamall. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik…

Afmælisbörn 19. nóvember 2020

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Elst afmælisbarna dagsins er Trausti Thorberg Óskarsson gítarleikari en hann er níutíu og þriggja ára gamall. Trausti lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar…