Viltu koma?

Viltu koma?
(Lag / texti: Jenni Jóns)

Viltu koma, ó kæra til mín,
þegar kvöldsólin blíðast skín
og ber við hið bláa haf,
með sitt bjarta geislatraf.

Þá er indælt að una sér,
út við strönd þar sem víkin er,
þar liggur mitt litla fley
og í ljúfum sunnanþey.

Við setjum upp segl á rá,
og siglum landi frá.
Það verður yndislegt ævintýr,
uns upp rennur dagur nýr.

Viltu koma, ó kæri til mín,
þegar kvöldsólin blíðast skín
og ber við hið bláa haf,
með sitt bjarta geislatraf.

Við setjum upp segl á rá,
og siglum landi frá.
Það verður yndislegt ævintýr,
uns upp rennur dagur nýr.

Viltu koma, ó kæri til mín,
þegar kvöldsólin blíðast skín
og ber við hið bláa haf,
með sitt bjarta geislatraf.
Með sitt bjarta geislatraf.

[af plötunni Elly Vilhjálms – Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns]