Sól á heyhóla

Sól á heyhóla
(Lag / texti: Benedikt Hermann Hermannsson)

Við fórum yfir frosinn mosamóa
og rauða runna.
Rauða runna,
rauða runna.

Við fórum yfir gula heyhóla.
Svo snerum við við.
Snerum við við,
snerum við við.

Þá skein sól á heyhóla.
Þá skein sól á heyhóla.

[af plötunni Benni Hemm Hemm – Kajak]