Murta

Murta
(Lag / texti: Benedikt Hermann Hermannsson)

Þú varst úti, úti að reykja
og ég sá þig fara úr bolnum.
Þú sast úti að drekka kaffi
og þú hélst á tveimur murtum.
Þú sagðist hafa séð mig
úti að labba með murtu í poka.
Varstu úti á bát að veiða?
Komstu í bæinn fyrir kvöldmat?
Það er gott að vera í bænum,
það er gott að vera í bænum.

[af smáskífunni Benni Hemm Hemm – Ein í leyni]