Harðfiskar (1986)

Harðfiskar

Hljómsveit starfaði í Hólabrekkuskóla í Breiðholti árið 1986 undir nafninu Harðfiskar. Sveitin var fimm manna og voru meðlimir hennar Hafsteinn Hafsteinsson söngvari, Ragnar Jónsson gítarleikari og Sigurður Pétursson bassaleikari auk tveggja annarra sem nöfnin vantar á. Harðfiskar gengu síðan í gegnum mannabreytingar og varð hljómsveitin Prima til upp úr þeim, og síðar Fjörkallar.

Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.