Hávegur 1 (um 1981)

Hljómsveitin Hávegur 1 var angi af þeirri pönk- og nýbylgjuvakningu sem var í Kópavogi um og upp úr 1980.

Hávegur 1 (sem var þáverandi heimilisfang Stefáns Grímssonar lífskúnstners sem var tengdur þessari vakningu) var stofnuð upp úr hljómsveitinni Nema lögreglan, og voru meðlimir sveitarinnar þeir Halldór Carlsson söngvari, Sigvaldi Elvar Eggertsson gítarleikari og söngvari og Trausti Júlíusson bassaleikari. Sú sveit hafði verið starfandi á árunum 1980-81 en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Hávegur 1 starfaði, og ekki er víst að sveitin hafi nokkru sinni komið fram opinberlega.

Hávegur 1 átti þrjú lög á safnkassettunni Rúllustiginn sem kom út árið 1984 en þá var sveitin líklega hætt nokkuð fyrr.