Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem líkast til lék rokk í harðari kantinum, og starfaði á Akureyri á árunum 2003 og 04 undir nafninu Herecy – sveitin gæti hafa starfað lengur en það.
Hugsanlega starfaði Herecy innan Menntaskólans á Akureyri, alltént spilaði sveitin á tónleikum innan skólans en einnig víðar um landið s.s. á Grundarfjarðarhátíð um sumarið 2004 og á höfuðborgarsvæðinu þá um haustið. Einn meðlima sveitarinnar gæti hafa heitið Jóhann en aðrar upplýsingar um hana liggja ekki fyrir og er því óskað eftir þeim, s.s. nöfnum sveitarmeðlima, hljóðfæraskipan hennar o.s.frv.














































