Hljómsveit Akureyrar var starfandi í kringum síðustu aldamót og svo virðist sem hún hafi einvörðungu verið starfrækt í kringum jól og áramót, og leikið aðeins á Vínartónleikum á Akureyri ásamt Karlakór Akureyrar-Geysi.
Roar Kvam var stjórnandi hljómsveitarinnar sem var á einhverjum tímapunkti fjórtán manna sveit skipuð fjórum fiðlum, flautu, klarinettu, óbó, trompeti, horni, básúnu, sellói, kontrabassa, slagverki og píanói.
Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.














































