Hljómsveit Kristins Baldvinssonar lék stórt hlutverk í tónlistarsýningu í Sæluviku Sauðkrækinga vorið 1990, sem bar yfirskriftina Í þá gömlu góðu daga en þar var tónlist 6. áratugarins í aðalhlutverki – ýmsir söngvarar munu hafa sungið á þeirri sýningu.
Engar frekari upplýsingar er að finna um hljómsveit Kristins, sjálfur var Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari sveitarinnar en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.














































