Hljómsveitakeppni Neistaflugs [tónlistarviðburður] (1994)

Fjölskylduhátíðin Neistaflug hefur verið haldin um verslunarmannahelgina á Norðfirði svo til árlega allt frá árinu 1993 en útihátíðir hafa verið fastur liður í austfirsku skemmtanahaldi í áratugi.

Atlavíkurhátíðin var um skeið vinsælasta samkoman eystra en þar voru haldnar hljómsveitakeppnir sem vöktu mikla athygli. Þegar sú hátíð leið undir lok var gerð tilraun með sambærilega keppni á Eiðum og sumarið 1994 var komið að því að slík hljómsveitakeppni yrði haldin á Neistaflugi en fyrirkomulagið var hið sama og í fyrrgreindum keppnum, þ.e. undankeppni yrði haldin á laugardegi og úrslitin daginn eftir.

Engar upplýsingar er hins vegar að finna um hver úrslit hljómsveitakeppninnar urðu, hversu margar sveitir tóku þátt eða yfirleitt hvort keppnina var haldin og er því óskað eftir þeim upplýsingum. Slík keppni var að minnsta kosti ekki haldin aftur á Neistaflugi og því má ætla að ekki hafi verið forsendur fyrir henni.